Lífið

Twilight sigurvegari á MTV-hátíð

Sigurvegarar Þau Robert Pattinson og Kristen Stewart úr Twilight-myndunum fengu mörg verðlaun á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV um helgina.Nordicphotos/getty
Sigurvegarar Þau Robert Pattinson og Kristen Stewart úr Twilight-myndunum fengu mörg verðlaun á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV um helgina.Nordicphotos/getty
Það er alltaf mikið um dýrðir þegar tónlistarstöðin MTV blæs til fagnaðar, en um helgina voru veitt kvikmyndaverðlaun MTV.

Stjörnurnar flykktust til Los Angeles og er óhætt að fullyrða að Twilight hafi staðið uppi sem sigurvegari kvöldsins.

Myndin The Twilight Saga: Eclipse var valin besta bíómynd ársins, aðalleikarar myndarinnar, þau Robert Pattinson og Kristen Stewart, tóku á móti verðlaunum sem leikarar ársins auk þess sem koss þeirra á hvíta tjaldinu þótti flottastur á árinu.

Poppgoðið Justin Bieber hélt áfram að sópa til sín verðlaunum en hann þótti skara fram úr í heimildarmyndinni um sjálfan sig, Justin Bieber: Never Say Never. Breski leikarinn Tom Felton úr Harry Potter-myndinni Harry Potter and the Deathly Hallows var valinn besti skúrkur hvíta tjaldsins árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.