Enski boltinn

Hernandez skorað tvívegis í 4-0 sigri Manchester United

Manchester United vann stórsigur á útivelli gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Javier Hernández kom Man Utd yfir með marki á 17. mínútu og hann bætti við öðru marki á 74., Wayne Rooney bætti því þriðja við á 84., og Da Silva skoraði fjórða markið þremur mínútum fyrir leikslok. Man Utd er með fjögurra stiga forskot á Arsenal en bæði liðin hafa leikið 27 leiki. Man Utd er með 60 stig en Arsenal er með 56.

Öll mörkin úr leikjunum í dag eru aðgengileg á visir.is

Aston Villa – Blackburn 4-1

Ashley Young (víti) 49., 82., Grant Hanley (sjálfsmark) 62., Stewart Downing 64. – Nikola Kalinic 81.

Everton – Sunderland 2-0

Jermaine Beckford 8., 39.

Newcastle – Bolton 1-1


Kevin Nolan 13. - Daniel Sturridge 38.

Grétar Rafn Steinsson var á varamannabekk Bolton og kom ekki við sögu. Ryan Taylor fékk rautt spjald í liði Newcastle á 54. mínútu.

Wigan – Man Utd 0-4


Javier Hernández 17., 74., Wayne Rooney 84., Fabio Da Silva 87.

Wolves – Blackpool 4-0


Wolves berst fyrir lífi sínu í neðri hluta deildarinnar og með 4-0 sigri á heimavelli í dag gegn Blackpool vænkaðist hagur Wolves. Matthew Jarvis 2., Jamie O'Hara 54., Sylvan Ebanks-Blake 78., 90. Wolves er ekki lengur í fallsæti eftir leiki dagsins en liðið er í fjórða neðsta sæti.

Staðan í deildinni:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×