Enski boltinn

Vieira: Arsenal ekki með sama drápseðli og Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira.
Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal og núverandi leikmaður Man. City, hugsar enn hlýlega til Arsenal en sér liðið ekki vinna neina titla á meðan það vanti drápseðliðið í liðið sem einkennir Man. Utd.

"Mér finnst virkilega gaman að horfa á Arsenal en það tekur á að sjá félagið aldrei vinna neitt. Liðið spilar besta fótboltann á Englandi en það skilar engu," sagði Vieira.

"Það vantar drápseðlið í þá sem við sjáum reglulega hjá Man. Utd. Tony Adams, Martin Keown, Nigel Winterburn og Ray Parlour voru ekki eins góðir og margir leikmenn liðsins í dag en þeir voru til í að fórna sér algjörlega fyrir málstaðinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×