Enski boltinn

Brentford vann Everton í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Brentford fagna jöfnunarmarki Gary Alexander.
Leikmenn Brentford fagna jöfnunarmarki Gary Alexander. Mynd/GettyImages
C-deildarliðið Brentford sló í kvöld út úrvalsdeildarliðið Everton út úr 3. umferð enska deildarbikarsins. Staðan var 1-1 eftir framlengingu en Brentford tryggði sér 4-3 sigur í vítakeppni. Það gengur því ekkert upp hjá Everton á þessu tímabili.

Leighton Baines, Phil Neville og Mikel Arteta skoruðu úr þremur fyrstu vítaspyrnum Everton í vítakeppninni en þeim Jermaine Beckford og Phil Jagielka tókst ekki að skora úr sínum spynrum.

Leikmenn Brentford nýttu fjórar fyrstu vítaspyrnur sínar og þurftu ekki að taka þá fimmtu eftir að Jagielka klikkaði á síðustu spyrnu Everton.

Seamus Coleman hafði komið í 1-0 á 6. mínútu leiksins en Gary Alexander jafnaði fyrir Brentford rétt fyrir hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×