Samfylkingarkonur ánægðar með Jóhönnu 22. mars 2010 09:36 Myndin er tekin af heimasíðu flokksins. Samfylkingarkonur hittust á ársþingi sínu í Hveragerði um helgina. Í ályktun þingsins er lýst yfir ánægju með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta kvenforsætisráðherra sögunnar. Nýr formaður, Elfur Logadóttir var einnig kjörin á þinginu og tekur hún við keflinu af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. „Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingar lýsir yfir ánægju sinni með störf fyrsta kvenforsætisráðherra Íslandssögunnar, Jóhönnu Sigurðardóttur," segir meðal annars. „Á liðnu ári hefur ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu tekist á hendur eitt erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir, að endurreisa íslenskt efnahagslíf við afar erfiðar aðstæður. Mörg stór verkefni bíða en ekki má gleyma að á sama tíma hefur margt áunnist í íslenskri kvennabaráttu." Þá er vakin sérstök athygli á fátækt og erfiðri fjárhagsstöðu sem margar konur og börn þeirra búa við. „Meirihluti öryrkja, aldraðra og láglaunafólks hér á landi er konur og þúsundir kvenna eru atvinnulausar. Þá eru einstæðir foreldrar í langflestum tilfellum konur. Konur og börn af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu fyrir félagslegri mismunun. Sveitarstjórnir og ríkisvald skulu taka mið af þessum staðreyndum í ákvörðunum og aðgerðum sínum. En baráttan fyrir frelsi og réttindum kvenna einskorðast ekki við landsmálin. Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag. Þá vill Kvennahreyfing Samfylkingarinnar brýna ríkisstjórn Íslands í því verkefni að vinna að friði og gegn stríðsrekstri hvers konar." Ársþingið fagnaði einnig nýsamþykktum lögum um jafna skiptingu karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Í ljósi þess að stjórnir fyrirtækja á Íslandi hafa frá upphafi nær eingöngu verið skipaðar karlmönnum er þetta skref löngu tímabært."Ályktunina má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samfylkingarkonur hittust á ársþingi sínu í Hveragerði um helgina. Í ályktun þingsins er lýst yfir ánægju með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta kvenforsætisráðherra sögunnar. Nýr formaður, Elfur Logadóttir var einnig kjörin á þinginu og tekur hún við keflinu af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. „Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingar lýsir yfir ánægju sinni með störf fyrsta kvenforsætisráðherra Íslandssögunnar, Jóhönnu Sigurðardóttur," segir meðal annars. „Á liðnu ári hefur ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu tekist á hendur eitt erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir, að endurreisa íslenskt efnahagslíf við afar erfiðar aðstæður. Mörg stór verkefni bíða en ekki má gleyma að á sama tíma hefur margt áunnist í íslenskri kvennabaráttu." Þá er vakin sérstök athygli á fátækt og erfiðri fjárhagsstöðu sem margar konur og börn þeirra búa við. „Meirihluti öryrkja, aldraðra og láglaunafólks hér á landi er konur og þúsundir kvenna eru atvinnulausar. Þá eru einstæðir foreldrar í langflestum tilfellum konur. Konur og börn af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu fyrir félagslegri mismunun. Sveitarstjórnir og ríkisvald skulu taka mið af þessum staðreyndum í ákvörðunum og aðgerðum sínum. En baráttan fyrir frelsi og réttindum kvenna einskorðast ekki við landsmálin. Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag. Þá vill Kvennahreyfing Samfylkingarinnar brýna ríkisstjórn Íslands í því verkefni að vinna að friði og gegn stríðsrekstri hvers konar." Ársþingið fagnaði einnig nýsamþykktum lögum um jafna skiptingu karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Í ljósi þess að stjórnir fyrirtækja á Íslandi hafa frá upphafi nær eingöngu verið skipaðar karlmönnum er þetta skref löngu tímabært."Ályktunina má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira