Fótbolti

Lygar, svik og prettir hjá argentínska sambandinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Diego Maradona er hreinlega brjálaður eftir að hafa verið rekinn sem landsliðsþjálfari Argentínu. Samningur hans verður ekki endurnýjaður.

"Þeir hringdu í mig fyrir HM til að láta mig slökkva eldinn sem ég gerði. Ég hef gefið allt í þetta, allt," sagði Maradona.

Hann sakaði líka liðsstjórann Carlos Bilardo um að vinna á bakvið sig til að fá sig rekinn.

Maradona notaði líka orð á borð við lygar, svik og pretti um argentínska sambandið sem hefur skipað Sergio Batista sem stjóra tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×