Enski boltinn

Wenger brattur fyrir leikinn gegn Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er fullviss um að hans tekníska lið geti hæglega staðist líkamlega sterku liði Chelsea snúninginn í dag.

Arsenal hefur ekki gengið vel gegn Chelsea síðustu ár og aðeins unnið tvo af síðustu sautján leikjum liðanna.

"Knattspyrna snýst ekki um líkamlegan styrk. Fótbolti snýst um gáfur, útsjónarsemi og hreyfanleika. Þess vegna verður þetta áhugaverður leikur," sagði Wenger.

Arsenal er án Cesc Fabregas, Thomas Vermaelen og Manuel Almunia í leiknum og svo eru þeir Theo Walcott og Robin Van Persie enn fjarverandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×