Enski boltinn

Markalaust hjá Sunderland og tíu manna liði Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Samba sést hér búinn að brjóta á Danny Welbeck.
Chris Samba sést hér búinn að brjóta á Danny Welbeck. Mynd/AP
Blackburn og Sunderland gerðu markalaust jafntefli í lokaleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Blackburn náði að halda stiginu eftir að hafa spilað manni færri allan seinni hálfleikinn.

Blackburn var betri aðillinn í fyrri hálfleik og fékk fleiri færi en besta færi hálfleiksins fékk þó Sunderland-maðurinn Darren Bent en Paul Robinson varði frábærlefga frá honum.

Blackburn varð fyrir miklu áfalli í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar Christopher Samba felldi Danny Welbeck sem var sloppinn einn í gegn. Samba hlaut að launum rauða spjaldið og fyrirliðinn skildi þar með sína menn eftir manni færri allan seinni hálfleikinn.

Blackburn-liðið hélt út í seinni hálfleik og náði sér í stig sem kom þeim upp í 14. sæti deildarinnar. Sunderland er sæti ofar á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×