Enski boltinn

Hodgson: Torres vantar sjálfstraust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AP
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur nú viðurkennt að eitthvað ami að Ferando Torres sem hefur aðeins náð að skora einu sinni í tíu leikjum sínum með Liverpool til þessa á tímabilinu. Það er þó ekki meiðslin eða skortur á formi sem er að hrjá framherjann að mati stjórans heldur skortur á sjálfstrausti.

„Það eru engin meiðslavandræði hjá honum lengur. Hann fékk mikla gegnrýni á frammistöðu sína á HM og hann er dálítið niðri andlega. Hann þarf eitt eða tvö mörk til að endurheimta sjálfstraustið," sagði Roy Hodgson sem var nokkuð sáttur með frammistöðu hins 26 ára framherja í nágrannaslagnum um helgina.

„Hann er ekki í lélegu líkamlegu formi. Hann sýndi það með því að vinna vel fyrir liðið og hlaupa mikið á móti Everton. Ég hef enga ástæðu til þess að gagnrýna frammistöðu hans á mótim Everton," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×