Enski boltinn

Fabregas gæti spilað á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas á æfingu í morgun.
Fabregas á æfingu í morgun.

Stuðningsmenn Arsenal geta farið að taka gleði sína á ný því fyrirliðinn Cesc Fabregas er byrjaður að æfa á nýjan leik.

Fabregas hefur ekki spilað með liðinu síðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli gegn Sunderland í síðasta mánuði.

Fabregas ku vera við hestaheilsu og vonast þjálfarar liðsins til þess að hann geti spilað gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×