Enski boltinn

Real Madrid ætlar ekki að kaupa Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er allt á öðrum endanum á Englandi eftir að blöðin birtu fréttir þess efnis í morgun að Wayne Rooney vildi komast frá Man. Utd.

Hann var umsvifalaust orðaður við Real Madrid en forráðamenn Madridarliðsins voru fljótir að slá á kjaftasögurnar.

"Madrid er með tvo frábæra framherja - Higuain og Cristiano. Þeir geta vel skorað 60 mörk saman á tímabili,2 sagði Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real.

"Við erum líka með Di Maria og Özil sem hjálpa til. Hver ætti því að færa sig ef við kaupum Rooney? Við viljum því stöðva þessar sögusagnir," sagði Valdano.

Karim Benzema var sagður á leið til United ef Rooney færi til Madrid. Valdano segir að Mourinho hafi enn mikla trú á Frakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×