Enski boltinn

Wenger segir Arsenal þurfa að brjótast í gegnum sálfræðimúr í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, í tapleiknum á móti Manchester United á dögunum.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, í tapleiknum á móti Manchester United á dögunum. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir mjög mikilvægt fyrir sína menn að vinna Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðin mætast á heimavelli Arsenal en Arsenal-liðinu hefur ekki gengið nógu vel í leikjunum á móti Chelsea og Manchester United undanfarin tímabil.

„Ég trúi því að mínir menn séu nógu sterkir andlega fyrir þessa leiki en þeir hafa ekki unnið ennþá. Það er sálfræðimúr sem þeir þurfa að brjótast í gegnum. Það vilja allir vinna en til þess að vinna þá þurfa menn að vera sterkir og hafa fulla trú á sér og sínu liði," sagði Arsene Wenger í viðtalið við Guardian.

„Ég er sannfærður um að liðið sé á réttum aldri til þess að fara að skila titlum í hús en það er mikil samkeppni í deildinni og lið eins og Man City, Man United, Chelsea, Arsenal og Tottenham geta öll unnið titilinn líka," sagði Wenger.



Arsene Wenger.Mynd/AP

Wenger segir að leikmenn eins og Frank Lampard hjá Chelsea hafi líka gengið í gegnum svona þroskaferli á sínum ferli og að hann hafi verið allt öðruvísi í kringum tvítugsaldurinn.

„Þetta er ferli og menn verða sterkari andlega þegar þeir eldast og fá meiri reynslu," sagði Wenger.

„Við þurfum á stórum sigri að halda og það kjörið tækifæri á ná honum á móti Chelsea. Við vitum það að til þess að vera með í titilbaráttunni þá þurfum við að vinna Chelsea á heimavelli alveg eins og heimaleikir okkar á móti Man United og Man City verða afar mikilvægir. Með því að vinna Chelsea í kvöld þá myndum við hraða þroskaferli liðsins," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×