Enski boltinn

Öll lið ættu að hræðast Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Króatinn Luka Modric hjá Tottenham var ansi kokhraustur eftir 4-1 sigur Spurs á Twente í Meistaradeildinni í gær. Hann segir að öll lið í Evrópu ættu að hræðast liðið.

"Við sýndum og sönnuðum að önnur lið eigi að hræðast okkur. Ef við spilum svona þá þurfum við ekki að óttast neitt lið í Meistaradeildinni," sagði Modric.

"Þegar ég kom hingað vildi ég spila stóra leiki og spila í Meistaradeildinni. Ég vildi líka vinna titla og ég vona að við séum á réttri leið. Maður verður að trúa, ef trúin er ekki til staðar þá vinnur maður aldrei neitt. Þessi trú er að verða til í liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×