Enski boltinn

Theo Walcott leitar bata í 110 gráðu frosti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott borinn útaf eftir að hann meiddist.
Theo Walcott borinn útaf eftir að hann meiddist. Mynd/AP

Theo Walcott, framherji Arsenal og enska landsliðsins, leitar allra hugsanlegra ráða til þess að ná sér sem fyrst af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í leik með enska landsliðinu í Sviss. Walcott byrjaði tímabilið frábærlega og meiðslin voru því mjög svekkjandi fyrir hann.

Samkvæmt frétt í Daily Mail pínir strákurinn nú sig til að fara inn í sérstakan frystiklefa þar sem hitastigið fer niður í 110 mínusgráður.

Walcott þarf að vera í þrjár mínútur inn í klefanum en það er banvænt ef menn eru lengur en átta mínútur í svona miklu frosti. Kuldinn á að auka hraða batans en það var talað að Walcott yrði frá í allt að sex vikur vegna meiðslanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×