Enski boltinn

Neville: Bebe þarf tíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fjölmiðlaumfjöllunin um portúgalska ungstirnið Bebe hefur verið með ólíkindum. Sir Alex Ferguson keypti hann á 7 milljónir punda án þess að hafa séð hann spila.

Með því myndaðist pressa á hinum tvítuga Bebe að sanna sig en misjafnar sögur gengu af hæfileikum hans.

Bebe hefur aðeins spilað einn leik með United sem komið er. Hann kom af bekknum í deildarbikarnum.

Reynsluboltinn Gary Neville vill að fólk slaki á og gefi stráknum tíma.

"Það var gaman að sjá hann fá sinn fyrsta leik. United hefur keypt marga unga stráka á síðustu árum og ég skil ekki lætin i kringum kaupin á Bebe. Umfjöllunin er ósanngjörn gagnvart honum. Þessi strákur er mjög hæfileikaríkur, fljótur og sífellt að læra," sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×