Enski boltinn

Chelsea pakkaði Blackpool saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Malouda fagnar í dag.
Malouda fagnar í dag.

Ótrúlegt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag. Að þessu sinni var spútniklið Blackpool leitt til slátrunar á Stamford Bridge.

Eftir aðeins 12 mínútna leik var staðan orðin 2-0 og í hálfleik 4-0. Florent Malouda með tvö mörk. Didier Drogba og Salomon Kalou einnig á skotskónum.

Chelsea slakaði aðeins á klónni í síðari hálfleik og lét sér mörkin fjögur nægja.

Chelsea sem fyrr með fullt hús á toppnum en Blackpool er í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×