Enski boltinn

Terry ekki sáttur við Capello

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry og Capello.
Terry og Capello.

John Terry, fyrirliði Chelsea, er enn reiður út í landsliðsþjálfarann, Fabio Capello, fyrir að taka af sér fyrirliðabandið á sínum tíma. Terry segir að Capello hafa sýnt sér vanvirðingu.

Eins og menn muna varð allt vitlaust er upp komst að Terry hafði sængað hjá unnustu Wayne Bridge. Bridge hætti að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki umgangast Terry og Capello tók svo fyrirliðabandið af Terry í kjölfarið.

"Ég var fúll í næsta leik á eftir. Þá fór fyrirliðabandið á milli fimm eða sex manna. Það var svo sem í lagi að missa bandið en mér fannst óþarfi að gera lítið úr mér," sagði Terry.

"Fabio sagði við mig þegar hann tók af mér bandið að ég væri enn mikilvægur í hópnum. Ég væri enn einn af þeim mönnum sem væri hlustað á í búningsklefanum. Mér fannst það ekki vera rétt þá.

"Ég hefði vel sætt mig við að vera þriðji eða fjórði kostur sem fyrirliði en ég kom bara ekki til greina. Ég held að boltastrákur hefði frekar fengið fyrirliðabandið en ég. Það er kannski óvinsælt að segja það en mér fannst hann sýna mér smá vanvirðingu með þessu," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×