Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 09:17 Sveitarstjórnarfólk í Skorradalshreppi kærði ákvarðanir Þjóðskrár um skráningu fólks í hreppinn í aðdraganda íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Vísir/Vilhelm Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi. Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira