Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. september 2025 12:03 Dómsmálaráðherra segist styðja aðgerðir lögreglu gegn Hell's Angels um helgina. Vísir/Sigurjón Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira