Innlent

Ísraelar sakaðir um þjóðar­morð og dóms­mála­ráð­herra styður lög­regluna í að­gerðum gegn Hells Angels

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kom út í morgun. 

Þar eru Ísraelar sagðir sekir um þjóðarmorð í aðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. 

Einnig verður rætt við dómsmálaráðherra sem segist ánægð með framgöngu lögreglunnar gegn Hells Angels á dögunum en aðgerðirnar vöktu töluverða athygli enda var götum lokað í Kópavogi vegna veisluhalda mótorhjólaklúbbsins. 

Að auki verður rætt við sóttvarnalækni en auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum þar sem varað er við bólusetningu gegn RS vírus hefur vakið athygli. 

Í sportinu er fjallað um Bestu deild karla þar sem úrslitakeppni er nú hafin í efri og neðri hluta. 

Klippa: Hádegisfréttir 16. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×