Fótbolti

Platini kominn af sjúkrahúsinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Michel Platini er kominn af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt. Hann hné niður á veitingastað í Jóhannesarborg í gær en þar leið yfir hann. Margir óttuðust að forseti UEFA hefði fengið hjartaáfall en svo reyndist ekki vera. Platini fór í fjölda prófana og er heill heilsu. Hann hafði verið með flensu í nokkra daga. Platini mun því mæta á úrslitaleikinn annað kvöld eins og til stóð.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×