Fótbolti

Platini á sjúkrahúsi eftir að hafa hnigið niður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Michel Platini, forseti UEFA, dvelur nú á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg. Farið var með hann þangað eftir að hann hné niður á veitingahúsi í gærkvöldi. Óttast var í fyrstu að um hjartaáfall væri að ræða en svo var ekki. Það leið einfaldlega yfir Frakkann sem hefur verið með flensu undanfarna daga. "Honum líður vel. Hann er með meðvitund og er að fara í gegnum rannsóknir en þetta er ekki hjartaáfall," sagði William Gallard hjá UEFA. Platini var að borða með Gerard Houllier, sem fékk einmitt hjartaáfall árið 2001 þegar hann stýrði Liverpool. Honum var sérstaklega brugðið í gær að því er segir á vef Guardian.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×