Enski boltinn

Broughton bjartsýnn á að halda Torres

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres hefur ekki verið öflugur að undanförnu.
Fernando Torres hefur ekki verið öflugur að undanförnu.

„Ég er fullviss um að Fernando Torres vilji vera áfram eftir að hafa heyrt áætlanir nýrra eigenda. Hann er siguvegari og þeir vilja gera liðið að sigurvegara," segir Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool.

Torres hefur verið langt frá sínu besta síðustu mánuði og getgátur um að vandræði félagsins utan vallar hafi þar sín áhrif. Reglulega kemur upp umræða um framtíð hans á Anfield.

„Það er búið að ræða við Jamie Carragher og fleiri leikmenn og segja þeim frá hugmyndafræði nýrra eigenda. Þeir eru allir mjög spenntir fyrir framtíðinni," segir Broughton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×