Afborganir vegna Icesave litlu meiri en lán til Kaupþings Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2010 18:30 Afborganir og vextir af erlendum lánum opinberra aðila næstu fjórtán árin eru um 2.260 milljarðar króna. Þar af eru afborganir vegna Icesave um 289 milljarðar, sem er öllu minni upphæð en Seðlabankinn lánaði Kaupþingi meira og minna án veða áður en Seðlabankinn fór á hausinn. Undanfarið ár hefur Alþingi rætt Icesave skuldbindingarnar í að minnsta kosti 400 klukkustundir og umræðan hefur nánast heltekið þjóðfélagið allt á þessum tíma. Minna eða ekkert hefur hins vegar farið fyrir umræðum um aðrar skuldir opinberra aðila og hvernig til þeirra er komið. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og bloggari á Mbl hefur tekið saman á skýran hátt hver greiðslubyrði opinberra aðila verður á erlendum lánum með afborgunum og vöxtum næstu fjórtán árin. Í bloggi sínu miðar hann við verðlag ársins í ár og þau lánakjör sem liggja fyrir, með ákveðinni spá um verðbólgu í Evrópu og að 88% endurheimtur verði af Icesave. Samkvæmt samantekt Vilhjálms verða afborganir og vextir til og með ársins 2023, 2.260 milljarðar króna, þar af eru greiðslur vegna Icesave 289 milljarðar. En skoðum mynd Vilhjálms: Hér rennur upp skuldabyrðin fram til ársins 2015, blái liturinn neðst eru afborganir af núverandi lánum ríkissjóðs, rauði liturinn eru lán sveitarfélaga, sá græni er vegna lána orkufyrirtækja, ljósblái liturinn eru lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins AGS, guli liturinn eru lán frá Norðurlöndunum og bleiki liturinn efst eru erlendar skuldbindingar vegna stofnunar nýju bankanna, aðallega Landsbankans án Icesave.Hér sést að árið 2011 verður þungt í skauti þegar afla þarf gjaldeyris til afborgana á 350 milljörðum króna. Þar munar mest um stóra afborgun af eldra erlendu láni ríkissjóðs eins og sést á bláu súlunni. Svo fara lán AGS að telja á árunum 2012 og 13 eins og sést á ljósblá litnum og árin 2014 og 15 taka lán vegna stofnunar nýju bankana verulega í. Árið 2016 ættu afborganir að hefjast á Icesave lánunum og eru þau auðkennd með fjólubláum lit á þessum súlum. Þau vega mun minna en afborganir af lánum til Norðurlandanna og vegna bankakerfisins og vega í heildarmyndinni næstu 14 árin um 13 prósent. Hér er ekki lagt neitt mat á það hvort Icesave samningarnir eru sanngjarnir eða ósanngjarnir, heldur aðeins verið að sýna þær skuldbindingar í samhengi við heildarskuldbindingar opinberra aðila í útlöndum. Vilhjálmur reiknar með að Icesave kosti að lokum 289 milljarða, sem er öllu meira en fjármálaráðuneytið hefur miðað við, sem er rúmir 200 milljarðar. En til enn eins samanburðarins, kom fram í kröfum Seðlabanka Íslands í þrotabú gamla Kaupþings í vikunni, að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 350 milljarða, þar af 266 milljarða án nokkurra veða, sem er ljóst að er glatað fé, áður en Seðlabankinn sjálfur fór á hausinn. Þá eru ótalin ótrygg lán Seðlabankans til hinna viðskiptabankanna. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Afborganir og vextir af erlendum lánum opinberra aðila næstu fjórtán árin eru um 2.260 milljarðar króna. Þar af eru afborganir vegna Icesave um 289 milljarðar, sem er öllu minni upphæð en Seðlabankinn lánaði Kaupþingi meira og minna án veða áður en Seðlabankinn fór á hausinn. Undanfarið ár hefur Alþingi rætt Icesave skuldbindingarnar í að minnsta kosti 400 klukkustundir og umræðan hefur nánast heltekið þjóðfélagið allt á þessum tíma. Minna eða ekkert hefur hins vegar farið fyrir umræðum um aðrar skuldir opinberra aðila og hvernig til þeirra er komið. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og bloggari á Mbl hefur tekið saman á skýran hátt hver greiðslubyrði opinberra aðila verður á erlendum lánum með afborgunum og vöxtum næstu fjórtán árin. Í bloggi sínu miðar hann við verðlag ársins í ár og þau lánakjör sem liggja fyrir, með ákveðinni spá um verðbólgu í Evrópu og að 88% endurheimtur verði af Icesave. Samkvæmt samantekt Vilhjálms verða afborganir og vextir til og með ársins 2023, 2.260 milljarðar króna, þar af eru greiðslur vegna Icesave 289 milljarðar. En skoðum mynd Vilhjálms: Hér rennur upp skuldabyrðin fram til ársins 2015, blái liturinn neðst eru afborganir af núverandi lánum ríkissjóðs, rauði liturinn eru lán sveitarfélaga, sá græni er vegna lána orkufyrirtækja, ljósblái liturinn eru lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins AGS, guli liturinn eru lán frá Norðurlöndunum og bleiki liturinn efst eru erlendar skuldbindingar vegna stofnunar nýju bankanna, aðallega Landsbankans án Icesave.Hér sést að árið 2011 verður þungt í skauti þegar afla þarf gjaldeyris til afborgana á 350 milljörðum króna. Þar munar mest um stóra afborgun af eldra erlendu láni ríkissjóðs eins og sést á bláu súlunni. Svo fara lán AGS að telja á árunum 2012 og 13 eins og sést á ljósblá litnum og árin 2014 og 15 taka lán vegna stofnunar nýju bankana verulega í. Árið 2016 ættu afborganir að hefjast á Icesave lánunum og eru þau auðkennd með fjólubláum lit á þessum súlum. Þau vega mun minna en afborganir af lánum til Norðurlandanna og vegna bankakerfisins og vega í heildarmyndinni næstu 14 árin um 13 prósent. Hér er ekki lagt neitt mat á það hvort Icesave samningarnir eru sanngjarnir eða ósanngjarnir, heldur aðeins verið að sýna þær skuldbindingar í samhengi við heildarskuldbindingar opinberra aðila í útlöndum. Vilhjálmur reiknar með að Icesave kosti að lokum 289 milljarða, sem er öllu meira en fjármálaráðuneytið hefur miðað við, sem er rúmir 200 milljarðar. En til enn eins samanburðarins, kom fram í kröfum Seðlabanka Íslands í þrotabú gamla Kaupþings í vikunni, að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 350 milljarða, þar af 266 milljarða án nokkurra veða, sem er ljóst að er glatað fé, áður en Seðlabankinn sjálfur fór á hausinn. Þá eru ótalin ótrygg lán Seðlabankans til hinna viðskiptabankanna.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira