Enski boltinn

Downing kominn inn í enska landsliðið fyrir Lennon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Lennon.
Aaron Lennon. Mynd/Nordic Photos/Getty

Stewart Downing, kantmaður Aston Villa, var kallaður inn í enska landsliðið í dag fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi á þriðjudaginn í undankeppni EM.

Ástæðan er að Tottenham-leikmaðurinn Aaron Lennon getur ekki spilað vegna meiðsla á baki. Rannsókn á ástandi Lennon sýndi að hann verður ekki orðinn góður fyrr en eftir nokkra daga og því varð Fabio Capello að leita annað.

Aaron Lennon hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan á HM í Suður-Afríku í sumar og hann hefur líka misst af leikjum hjá Tottenham á tímabilinu.

Aaron Lennon er ekki sá eini sem datt út úr enska landsliðinu því áður hafði Phil Jagielka, varnarmaður frá Everton, þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Stöðu hans tók Gary Cahill, leikmaður Bolton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×