Enski boltinn

Farið að minna á Rooney-farsann - City hafnar beiðni Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.M
Carlos Tevez.M Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City hefur hafnað beiðni Carlos Tevez um að vera seldur frá félaginu og hafa forráðamenn félagsins lýst yfir vonbrigðum með fyrirliðann sinn sem hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins á þeim átján mánuðum sem liðnir eru síðan að hann kom frá Manchester United.

„Það okkur mikil vonbrigði að tilkynna stuðningsmönnum okkar það að Carlos Tevez hefur sent inn formlega beiðni um að vera seldur. Félagið getur jafmframt staðfest að beiðninni hefur verið hafnað. Félagið er mjög ósátt við að þessi staða sé komin upp og þá er sérstakega mikil óánægja með fulltrúa Tevez í þessu máli," sagði í tilkynningu frá Manchester City.

„Roberto Mancini og allir hjá City hafa sýnt fjölskylduaðstæðum Carlos mikinn skilning þar sem að fjölskylda hans býr erlendis. Eftir að ljóst var að Tevez væri í banni í leiknum um helgina þá fékk hann leyfi til þess að fara heim," segir í tilkynningunni en tvö börn Tevez búa í Argentínu.
Carlos Tevez.Mynd/Nordic Photos/Getty
„Umrædd félagaskiptabeiðni er í algjörri andstöðu við það sem Carlos hefur sagt bæði í fjölmiðlum sem og í viðtölum við menn hjá félaginu. Félagið hefur einnig fengið margar beiðnir frá umboðsmanni Tevez um að gera nýjan og betri samning við leikmanninn og nú síðast um að framlengja samninginn um eitt ár. Það er hinsvegar ekki venja fyrir því hjá félaginu að ræða samningamál við leikmenn á miðju tímabili," sagði í tilkynningunni.

„Þetta er slæm og óvelkomin staða og mikil truflun fyrir liðið. Félagið ætlar engu að síður að einbeita sér að leikjum liðsins sem eru framundan enda er mjög spennandi tímabil framundan. Dyrnar eru samt áfram opnar fyrir Carlos í komandi leikjum," segir í tilkynningu Manchester City Football Club.

Það má lesa á milli línannna að umboðsmaður Carlos Tevez sé hér að skapa öll þessi vandræði og þetta er strax farið á minna á farsann á dögunum í kringum Wayne Rooney og framtíð hans hjá Manchester United. Líkt og með Rooney er Carlos Tevez stærsta stjarna Manchester City liðsins og öllum hjá félaginu því mikið áfall að hann vilji fara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×