Enski boltinn

Heiðar og Gylfi skoruðu í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heiðar Helguson og félagar voru í fantastuði í dag.
Heiðar Helguson og félagar voru í fantastuði í dag.

Í dag hófst keppni í ensku 1. deildinni. Landsliðsmennirnir Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson komust báðir á blað.

Heiðar skoraði fyrsta mark QPR úr vítaspyrnu þegar liðið slátraði Barnsley 4-0. Gylfi skoraði fyrir Reading sem tapaði fyrir Scunthorpe 2-1 en Brynjar Björn Gunnarsson var einnig í byrjunarliðinu.

Aron Einar Gunnarsson og Hermann Hreiðarsson eru báðir á meiðslalistanum og komu því ekki við sögu þegar Coventry vann Portsmouth 2-0.

David James fékk ekki óskabyrjun í markinu hjá Nottingham Forest. Hann þurfti þrívegis að sækja boltann í netið þegar Millwall vann Forest 3-0.

Leeds er aftur komið upp í 1. deildina en tapaði fyrir Derby 2-1 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×