Enski boltinn

Newcastle samdi við Pardew til ársins 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Pardew.
Alan Pardew. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alan Pardew er búinn að skrifa undir fimm og hálf árs samning við Newcastle United og mun því sitja í stjórastólnum á St. James´s Park til ársins 2016. Pardew tekur við af Chris Hughton sem var rekinn á mánudaginn.

„Það er mikill heiður að fá tækifæri til að stýra einu af flottustu félögunum í enskum fótbolta," sagði Alan Pardew sem stýrir Newcastle í fyrsta sin á móti Liverpool á heimavelli á laugardaginn.

„Ég veit vel hversu mikils virði félagið er fyrir stuðningsmenn sína. Ég hef séð á mínum ferli að þetta er einstakur klúbbur og það er ekki hægt að finna betri stuðningsmenn hvað varðar tryggð, ástríðu og hollustu," sagði Pardew.

„Chris Hughton vann frábært starf með því að koma félaginu aftur upp í úrvalsdeildina og stóð sig einnig vel á þessu tímabili. Það er mitt markmið að byggja ofan á hans verk og fara enn lengra með félagið. Ég hef alltaf látið mín lið spila flottan fótbolta og ég veit að það kunna stuðningsmennirnir hér að meta," sagði Pardew.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×