Enski boltinn

Man. City komið í annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Adam Johnson skaut Man. City í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með smekklegu marki korteri fyrir leikslok gegn Newcastle.

City vann leikinn 2-1 en Newcastle hefði getað fengið meira úr leiknum og áttu líklega að fá víti í leiknum sem ekki var dæmt.

Það var Carlos Tevez sem kom City yfir á 18. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Jonas Gutierrez jafnaði metin með glæsilegu marki á 24. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Það var síðan áðurnefndur Johnson sem kláraði leikinn.

City er stigi á undan Man. Utd og stigi á eftir Chelsea sem mætir Arsenal síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×