Enski boltinn

Gylfi skaut Reading áfram - Chelsea lagði Preston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi var hetja Reading í dag.
Gylfi var hetja Reading í dag.

Fyrstu tveim leikjunum í enska bikarnum í dag er lokið. Bikarævintýri Reading hélt áfram er liðið lagði úrvalsdeildarlið Burnley að velli, 1-0, og á sama tíma vann Chelsea lið Preston, 2-0.

Alls komu fimm Íslendingar við sögu í leik Reading og Burnley. Gylfi Þór Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í byrjunarliði Reading og Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjunarliði Burnley. Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði svo síðustu sjö mínúturnar fyrir Reading.

Gylfi Þór skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Fékk sendingu í teiginn, lék á varnarmann og lagði boltann í fjærhornið. Smekklega gert.

Nicolas Anelka og Daniel Sturridge skoruðu mörk Chelsea sem hafði mikla yfirburði gegn Preston og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×