Vaktargengið hefur vinnu að nýjum þáttum án Jóns Gnarr Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. október 2010 07:00 Viðtökur Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Þættirnir fengu gríðarlega mikið áhorf og seldust einnig vel á DVD. Þá sló lokahnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, í gegn í kvikmyndahúsum. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður ekki með í nýju þáttunum en Ragnar, Jörundur, Ævar og Pétur Jóhann vilja fá Halldór Gylfason í stórt hlutverk. Fréttablaðið/Anton „Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér." Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
„Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér."
Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira