Enski boltinn

Beckham grét er hann fékk heiðursverðlaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Knattspyrnumaðurinn David Beckham fékk sérstök heiðursverðlaun frá BBC í gær fyrir ævistarf sitt í boltanum. Hann fékk verðlaunin frá annarri Man. Utd goðsögn, Sir Bobby Charlton.

Beckham er ýmsu vanur en hann komst við og grét er hann tók við þessum merku verðlaunum í gær. Það var staðið á fætur og klappað lengi.

Beckham þurfti smá tíma til þess að jafna sig áður en hann gat tjáð sig.

Beckham hefur á farsælum ferli unnið sex Englandsmeistaratitla, einn Meistaradeildartitil. Hann vann einnig spænsku deildina með Real Madrid og hefur leikið næstflesta landsleiki í sögu enska landsliðsins.

"Ég er hrærður yfir því að fá þessi verðlaun og það er mjög sérstakt að fá þessi verðlaun frá Sir Bobby en ég byrjaði einmitt hjá honum," sagði Beckham.

Hægt er að sjá móttökurnar og ræðu Beckham í myndbandinu hér að ofan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×