Enski boltinn

Myndband af fyrsta marki Eiðs Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Monaco.
Eiður Smári í leik með Monaco. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í gær sitt fyrsta mark með AS Monaco er liðið lék æfingaleik gegn neðrideildarliðinu EFC Fréjus-St Raphaël.

Eins og sjá má á myndbandinu hér skoraði hann markið af stuttu færi á 74. mínútu. Þetta var síðasta markið í 3-1 sigri en Eiður lék allan leikinn.

AS Monaco spilar í frönsku bikarkeppninni um næstu helgi og verður forvitnilegt að sjá hvort að Eiður Smári verði í leikmannahópi liðsins þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×