Íslenski boltinn

Árni Freyr: Ég er klár þegar kallið kemur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ómar Jóhannsson er hér í úthlaupi í leiknum gegn KR. Hann meiddist seinna í leiknum og verður frá í fjórar til fimm vikur.
Ómar Jóhannsson er hér í úthlaupi í leiknum gegn KR. Hann meiddist seinna í leiknum og verður frá í fjórar til fimm vikur. Fréttablaðið/Stefán

Árni Freyr Árnason mun væntanlega verja mark Keflvíkinga í næstu leikum liðsins. Ómar Jóhannsson er meiddur og eins og komið hefur fram fá Keflvíkingar ekki undanþágu til að fá annan markmann lánaðan til sín.

Keflvíkingar hafa þó áfrýjað ákvörðun KSÍ til Samninga- og félagaskiptanefndar, sem kemur saman í dag.

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:0 0 0 0 0 0 0 0 0 0; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoPapDefault {mso-style-type:export-only; margin-bottom:10.0pt; line-height:115%;} /* Page Definitions */ @page {mso-footnote-numbering-restart:each-section;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> "Þetta leggst bara ágætlega í mig, ég er spenntur. Ég er klár þegar kallið kemur,“ sagði Árni við Vísi í dag.

Árni spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með Keflvíkingum þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Ómar á KR-vellinum. Yfir 2000 áhorfendur voru á vellinum og leikurinn í beinni útsendingu.

"Ég hafði ekkert tíma til að hugsa um það, ég hugsaði bara um mig, liðið og leikinn," sagði Árni sem spilaði ekki í Deildabikarnum fyrir mót, en þó í nokkrum æfingaleikjum.

Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, sagði við Vísi í gær að hann treysti Árna vel, hann væri góður markmaður.

Næstu leikir Keflavíkur:

Keflavík - Selfoss (31. maí)

Keflavík - KS/Leiftur (3. júní) - VISA Bikarinn

Stjarnan - Keflavík (7. júní)

Keflavík - Haukar (14. júní)

Keflavík - Fram (21. júní)

Valur - Keflavík (27. júní)

Keflavík - FH (4. júlí)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×