Enski boltinn

Chicharito aftur hetja United - öll úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bebe skoraði í kvöld. Hér er hann í baráttu við George Elokobi, sem einnig skoraði í leiknum.
Bebe skoraði í kvöld. Hér er hann í baráttu við George Elokobi, sem einnig skoraði í leiknum. Nordic Photos / Getty Images

Javier „Chicharito" Hernandez var hetja Manchester United í kvöld er hann tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútum leiksins gegn Wolves í ensku deildabikarkeppninni.

Alls fóru fimm leikir fram í ensku deildabikarkeppninni í kvöld.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Hernandez tryggir United sigurinn á þennan máta en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins á Stoke um helgina.

Hann var nýkominn inn á sem varamaður í kvöld en Alex Ferguson tefldi fram óreyndu liði í kvöld. Ben Amos var í marki United í fyrsta sinn í tvö ár og Portúgalinn Bebe var í byrjunarliði United í fyrsta sinn. Hann þakkaði fyrir sig með því að koma United yfir í kvöld.

Chris Smalling, Fabio, Darron Gibson, Gabriel Obertan og Federico Macheda voru einnig í byrjunarliði United í kvöld.

Sem fyrr segir kom Bebe United yfir með marki snemma í síðari hálfleik eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik.

Geroge Elokobi náði þó að jafna fyrir Wolves með skallamarki skömmu síðar áður en Ji-Sung Park náði aftur forystunni fyrir United með laglegu skoti í teignum.

Það var útlit fyrir að leikurinn yrði framlengdur þar sem að Kevin Foyley náði að jafna leikinn fyrir Wolves á 76. mínútu.

Fimm mínútum síðar kom Hernandez inn á sem varamaður og hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir einkar laglega sendingu frá Gibson.

Liverpool-banarnir í Northampton féllu úr leik í kvöld eftir 3-1 tap fyrir Ipswich á útivelli.

Þá hélt West Brom uppteknum hætti með 4-1 sigri á Sven-Göran Eriksson og hans mönnum í Leicester. West Brom hefur komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni og er í sjötta sæti sem stendur.

Þá vann Wigan 2-0 sigur á Swansea. Roberto Martinez, núverandi stjóri Wigan, stýrði Swansea með góðum árangri þar til í fyrra er hann var keyptur til Wigan.

Úrslit kvöldsins:

Birmingham - Brentford 1-1 (framlengt)

0-1 Sam Wood (68.)

1-1 Kevin Phillips (90.)

Birmingham vann í vítaspyrnukeppni, sjá hér.

Ipswich - Northampton 3-1

0-1 Liam Davis (16.)

1-1 Carlos Edwards (26.)

2-1 Damien Delaney (44.)

3-1 Tamas Priskin (88.)

Leicester - West Brom 1-4

0-1 Simon Cax (21.)

1-1 Paul Gallagher (53.)

1-2 Somen Tchoyi (62.)

1-3 Steven Reid (79.)

1-4 Simon Cox (90.)



Manchester United - Wolves 3-2


1-0 Bebe (56.)

1-1 George Elokobi (60.)

2-1 Ji Sung Park (70.)

2-2 Kevin Foley (76.)

3-2 Javier Hernandez (90.)



Wigan - Swansea 2-0


1-0 Mauro Boselli (51.)

2-0 Ben Watson, víti (90.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×