Lífið

Hressandi jólapopp á Haítí

Dr. Gunni stóð fyrir Poppunkts-keppni þar sem spurt var út í íslenska tónlist. fréttablaðið Anton
Dr. Gunni stóð fyrir Poppunkts-keppni þar sem spurt var út í íslenska tónlist. fréttablaðið Anton

Jólapopp var haldið á Café Haiti á miðvikudagskvöld. Dr. Gunni hélt spurningakeppni upp úr spilinu Enn meiri Popppunktur, Einar Kárason kynnti bókina Poppkorn og Prinspóló steig á svið.

Skemmtidagskráin Jólapopp fór fram á Café Haiti á miðvikudagskvöld. Dr. Gunni hélt Popppunkts-spurningakeppni í tilefni af útkomu borðspilsins Enn meiri Popppunktur.

Harpa Sigurðardóttir og Guðrún Ásta Tryggvadóttir voru á meðal gesta.

Þar báru þeir Bertel Andrésson, Kristinn Pálsson og Jón Halldór Guðmundsson sigur út býtum með 29 stig af 30 mögulegum. Bertel og Kristinn hafa báðir tekið þátt í Popppunkti í sjónvarpi sem áhugamenn á móti atvinnumönnum og voru því á heimavelli í spurningakeppninni.

Í öðru sæti, með 27 stig, lenti lið skipað Heiðari Inga Svanssyni og Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur hjá Forlaginu og Einari Kárasyni rithöfundi. Sigurliðið var leyst út með vinningi sem innihélt Poppunkts-spilið og ljósmyndabókina Poppkorn.

Benedikt Þór Sigurðsson og Valdimar Þór Sigurðsson létu sig ekki vanta.
Einar Kárason kynnti einnig bókina Poppkorn, sem er eftir Sigurgeir Sigurjónsson og Einar sjálfan, auk þess sem Prinspóló steig á svið og spilaði nokkur hressandi lög af nýrri plötu sinni.



Vísis-maðurinn Tinni Sveinsson, sjónvarpsmaðurinn Andri Ólafsson og Tryggvi Ólafsson fyrirsæta mættu á Café Haítí.
Páll Guðmundsson, Jón Ólafur Stefánsson og Björn Teitsson litu við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.