Enski boltinn

Kuyt ætlar að vinna sinn fyrsta titil með Liverpool í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Dirk Kuyt er staðráðinn í því að vinna sinn fyrsta titil með Liverpool í vetur. Einn af þeim titlum sem er i boði er Evrópudeildin en Liverpool spilar gegn Utrecht í kvöld.

"Ég hef þá trú að við getum unnið titil á þessu tímabili. Þetta hafa verið fjögur ár hjá mér án titils hjá Liverpool. Við höfum oft verið nálægt því og það er erfitt að kyngja slíku," sagði Kuyt.

"Síðasti titillinn sem ég vann og sá eini sem ég hef unnið var með Utrecht. Ég ætla rétt að vona að það sé ekki síðasti titillinn sem ég vinn á mínum ferli. Það vilja allir vinna titil hjá Liverpool og því eru menn afar svekktir að hafa fallið úr leik í deildarbikarnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×