Íslenski boltinn

Bjarni: Trúin okkar er orðin mikil

Hjalti Þór Hreinsson á Fylkisvelli skrifar
Bjarni á Fylkisvellinum í kvöld.
Bjarni á Fylkisvellinum í kvöld. Mynd/Valli
Bjarni Guðjónsson var góður á miðju KR í kvöld sem vann Fylki sannfærandi í Árbænum 1-4. Liðið er þar með komið í annað til þriðja sæti Pepsi-deildarinnar.

"Þetta var mjög gott. Við byrjuðum vel þó svo að við höfum lent undir. Við vorum betri frá nánast fyrstu mínútu. Trúin okkar er orðin svo mikil að við urðum ekkert taugaveiklaðir þrátt fyrir að lenda undir þrátt fyrir að hafa lent undir."

"Við stjórnuðum leiknum allan tímann fyrir utan svona korter í fyrri hálfleik. En þetta er gömul klysja, við hugsum ekki um að við séum í toppbaráttuna heldur tökum við bara einn leik fyrir í einu."

Gleðin í leikmönnum er greinileg innan vallar og stórkostleg mörk þeirra hjálpa líka til.

"Það er ógeðslega gaman að sjá svona mörk. Alveg sérstaklega sætt. Það hefur veirð gaman hjá okkur í allt sumar, líka með Loga enda er hann léttur og skemmtilegur. Það hefur bara haldið áfram," segir Bjarni.






Tengdar fréttir

Umfjöllun: Meistarabragur á KR gegn ráðþrota Fylkismönnum

KR er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla, upp að hlið Breiðabliks, og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum eftir 4-1 stórsigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Sannkallaður meistabragur á þeim röndóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×