Umfjöllun: Meistarabragur á KR gegn ráðþrota Fylkismönnum Elvar Geir Magnússon í Árbænum skrifar 26. ágúst 2010 15:07 KR-ingar fagna einu marka sinna í kvöld. Mynd/Valli KR er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla, upp að hlið Breiðabliks, og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum eftir 4-1 stórsigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Sannkallaður meistabragur á þeim röndóttu í leik kvöldsins og þeir halda áfram á sigurbraut sinni. Það sýndi sig algjörlega í kvöld að Vesturbæjarliðið ætlar sér ekkert annað en að berjast um titilinn allt til loka og miðað við frammistöðu þess að undanförnu verður að telja þá ansi líklega til að ná því takmarki sínu. Annað er uppi á teningnum hjá Fylkismönnum sem byrjuðu leikinn vel en urðu svo algjörlega gjaldþrota. Áttundi leikurinn í sumar sem þeir tapa niður forystu. Þeir eru í harðri fallbaráttu og geta í raun þakkað fyrir að nýliðarnir tveir virðast númeri of litlir fyrir þessa deild. Í lokin misstu þeir algjörlega hausinn og Tómas Joð Þorsteinsson nældi sér í verulega heimskulegt rautt spjald. Fylkir komst yfir með marki Jóhanns Þórhallssonar á fimmtu mínútu leiksins en markið kom í kjölfarið á hornspyrnu sem gestirnir færðu þeim á silfurfati. Liðið komst svo nálægt því að bæta við öðru marki en Lars Ivar Moldsked varði vel og kom í veg fyrir að KR lenti tveimur mörkum undir. Guðjón Baldvinsson jafnaði metin í 1-1 aðeins átta mínútum eftir mark Jóhanns þegar hann skoraði með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu. Guðjón var hreint frábær í leiknum í kvöld. Eftir þetta mark náðu KR-ingar öllum völdum á vellinum og sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Varnarleikur Fylkis var eins og gatasigti, vinnslan á miðjunni engin og bitleysi í sókninni. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir um miðbik hálfleiksins með ansi óvæntu skoti af löngu færi. Þórir Hannesson hafði átt misheppnaða sendingu úr vörninni og var refsað. KR með verðskuldaða forystu í hálfleik 2-1. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Guðmundur Reynir Gunnarsson enn eitt glæsimarkið, þriðja mark KR og heimamenn búnir að leggja árar í bát. Guðjón innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum eftir stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni. Undir lok leiksins fékk svo Tómas Joð Þorsteinsson rautt spjald. Hann fékk fyrst áminningu fyrir brot og svo aðra áminningu fyrir að mótmæla dómnum og kasta boltanum í burtu. Á leið sinni út af velli hrinti hann svo Örvari Sæ Gíslasyni, góðum dómara leiksins. Langt bann hlýtur að bíða Tómasar. Það var klassamunur á liðunum í kvöld. Sjöundi deildarsigur KR-inga í röð og þeir geisla af sjálfstrausti og sýndu margsinnis frábæra spilamennsku. Hjá Fylkismönnum virðist ekkert í gangi og enn og aftur missa þeir niður forystu... sagan endalausa. Fylkir 1-4 KR 1-0 Jóhann Þórhallsson (5.) 1-1 Guðjón Baldvinsson (15.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (27.) 1-3 Guðmundur Reynir Gunnarsson (47.) 1-4 Guðjón Baldvinsson (77.)Dómari: Örvar Sær Gíslason 8Áhorfendur: 1.658 Tölfræðin:Skot (á mark): 14-19 (7-13) Varin skot: Fjalar 7 - Lars 6 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 7-13 Rangstaða: 2-3Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 6 Kristján Valdimarsson 3 Þórir Hannesson 3 Valur Fannar Gíslason 4 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (67. Pape Mamadou Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 3 Ólafur Stígsson 3 (67. Davíð Þór Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (75. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Tómas Þorsteinsson 5 Jóhann Þórhallsson 6KR: 4-3-3 Lars Ivar Moldsked 8 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 8 (83. Dofri Snorrason -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Óskar Örn Hauksson 6 Kjartan Henry Finnbogason 8 (80. Gunnar Örn Jónsson -) Guðjón Baldvinsson 8* - Maður leiksins Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
KR er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla, upp að hlið Breiðabliks, og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum eftir 4-1 stórsigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Sannkallaður meistabragur á þeim röndóttu í leik kvöldsins og þeir halda áfram á sigurbraut sinni. Það sýndi sig algjörlega í kvöld að Vesturbæjarliðið ætlar sér ekkert annað en að berjast um titilinn allt til loka og miðað við frammistöðu þess að undanförnu verður að telja þá ansi líklega til að ná því takmarki sínu. Annað er uppi á teningnum hjá Fylkismönnum sem byrjuðu leikinn vel en urðu svo algjörlega gjaldþrota. Áttundi leikurinn í sumar sem þeir tapa niður forystu. Þeir eru í harðri fallbaráttu og geta í raun þakkað fyrir að nýliðarnir tveir virðast númeri of litlir fyrir þessa deild. Í lokin misstu þeir algjörlega hausinn og Tómas Joð Þorsteinsson nældi sér í verulega heimskulegt rautt spjald. Fylkir komst yfir með marki Jóhanns Þórhallssonar á fimmtu mínútu leiksins en markið kom í kjölfarið á hornspyrnu sem gestirnir færðu þeim á silfurfati. Liðið komst svo nálægt því að bæta við öðru marki en Lars Ivar Moldsked varði vel og kom í veg fyrir að KR lenti tveimur mörkum undir. Guðjón Baldvinsson jafnaði metin í 1-1 aðeins átta mínútum eftir mark Jóhanns þegar hann skoraði með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu. Guðjón var hreint frábær í leiknum í kvöld. Eftir þetta mark náðu KR-ingar öllum völdum á vellinum og sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Varnarleikur Fylkis var eins og gatasigti, vinnslan á miðjunni engin og bitleysi í sókninni. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir um miðbik hálfleiksins með ansi óvæntu skoti af löngu færi. Þórir Hannesson hafði átt misheppnaða sendingu úr vörninni og var refsað. KR með verðskuldaða forystu í hálfleik 2-1. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Guðmundur Reynir Gunnarsson enn eitt glæsimarkið, þriðja mark KR og heimamenn búnir að leggja árar í bát. Guðjón innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum eftir stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni. Undir lok leiksins fékk svo Tómas Joð Þorsteinsson rautt spjald. Hann fékk fyrst áminningu fyrir brot og svo aðra áminningu fyrir að mótmæla dómnum og kasta boltanum í burtu. Á leið sinni út af velli hrinti hann svo Örvari Sæ Gíslasyni, góðum dómara leiksins. Langt bann hlýtur að bíða Tómasar. Það var klassamunur á liðunum í kvöld. Sjöundi deildarsigur KR-inga í röð og þeir geisla af sjálfstrausti og sýndu margsinnis frábæra spilamennsku. Hjá Fylkismönnum virðist ekkert í gangi og enn og aftur missa þeir niður forystu... sagan endalausa. Fylkir 1-4 KR 1-0 Jóhann Þórhallsson (5.) 1-1 Guðjón Baldvinsson (15.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (27.) 1-3 Guðmundur Reynir Gunnarsson (47.) 1-4 Guðjón Baldvinsson (77.)Dómari: Örvar Sær Gíslason 8Áhorfendur: 1.658 Tölfræðin:Skot (á mark): 14-19 (7-13) Varin skot: Fjalar 7 - Lars 6 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 7-13 Rangstaða: 2-3Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 6 Kristján Valdimarsson 3 Þórir Hannesson 3 Valur Fannar Gíslason 4 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (67. Pape Mamadou Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 3 Ólafur Stígsson 3 (67. Davíð Þór Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (75. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Tómas Þorsteinsson 5 Jóhann Þórhallsson 6KR: 4-3-3 Lars Ivar Moldsked 8 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 8 (83. Dofri Snorrason -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Óskar Örn Hauksson 6 Kjartan Henry Finnbogason 8 (80. Gunnar Örn Jónsson -) Guðjón Baldvinsson 8* - Maður leiksins
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira