Íslenski boltinn

Fjalar: Ég veit ekkert hvað ég á að segja

Hjalti Þór Hreinsson á Fylkisvelli skrifar
Fréttablaðið/Stefán

"Ég veit ekkert hvað ég á að segja um þetta," sagði Fjalar Þorgeirsson, markaður Fylkis vonlítill eftir tapið gegn KR í kvöld.

Hann var ekki lélegasti leikmaður liðsins og bjargaði því raunar frá enn stærra tapi.

"Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að við værum undir. Þriðja markið var svo algjört kjaftshögg fyrir okkur."

"Við reyndum að fara framar á völlinn en það opnaði vörnina og þeir skora fjórða markið. Svona gerist þetta bara," segir Fjalar en liðið tapaði enn einu sinni eftir að hafa komist yfir.

"Ég hef engar skýringar á þessu," sagði Fjalar. En hvað um stöðu liðsins í deildinni?

"Hún er ekki nógu góð. En það þýðir ekkert að væla, við eigum fjögur stig á næsta lið ennþá og við eigum fimm leiki eftir. Við þurfum að berjast fyrir þessu," sagði markmaðurinn.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Meistarabragur á KR gegn ráðþrota Fylkismönnum

KR er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla, upp að hlið Breiðabliks, og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum eftir 4-1 stórsigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Sannkallaður meistabragur á þeim röndóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×