Innlent

Þrír menn réðust á karlmann í Bankastræti

Lögreglan hefur mennina í haldi. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan hefur mennina í haldi. Mynd/ Pjetur.
Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás þriggja manna í Bankastræti um þrjúleitið í nótt.

Vitni heyrðu öskur og háværar hótanir og kölluðu á lögreglu. Þau gátu lýst árásarmönnunum, en einn þeirra hafði meðal annars sparkað í höfuð þolandans, eftir að hann hafði verið sleginn í götuna. Upplýsingar vitna leiddu til handtöku árásarmannanna þriggja, þar sem þeir voru að forða sér af vettvangi á bíl. Þeir eru nú í vörslu lögreglu og hafa allir gerst brotlegir við lög áður, meðal annars fyrir ofbeldi.

Þolandinn dvaldi á slysadeild í nótt, en er á batavegi.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×