Innlent

Gæsluvarðhald er helvíti á jörðu

Hreiðar Már Sigurðsson á leiðinni inn í dómssal.
Hreiðar Már Sigurðsson á leiðinni inn í dómssal.

„Það sem hefur reynst mönnum erfiðast í gæsluvarðhaldi er einangrunin," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, spurður hvernig hann hefur upplifað gæsluvarðhald skjólstæðinga sinna.

Eins og fjölmiðlar greindu frá í hádeginu þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, bankastjóri Haviland banka, hnepptir í tólf og sjö daga gæsluvarðhald. Þeir eru vistaðir á Litla Hrauni.

Sveinn Andri hefur varið fjölmarga menn sem hafa sætt gæsluvarðhaldi en hann segir að það sé áberandi hvað einangrunin fari illa í mennina. Þeir þurfa að sæta bréfabanni, fjölmiðlabanni og mega ekki ræða við neinn annan en lögfræðinginn sinn.



Sveinn Andri Sveinsson hefur séð harðsvíraða krimma brotna niður í gæsluvarðhaldi.

„Maður þarf náttúrulega að reyna þetta á eigin skinni til þess að skilja þetta. En menn virðast vera næstum tilbúnir að játa hvað sem er til þess að sleppa úr þessu. Þetta er virkilega erfið vist," segir Sveinn Andri.

Aðspurður hvort hann sjái mikinn mun á gæsluvarðhaldsföngum sem hafa ekki áður gerst brotlegir við lög og þá sem mætti kalla síbrotamenn, segist Sveinn Andri sjá að hinir óreyndu virðast þola vistina verr.

„En ég hef líka séð harðsvíraða krimma brotna niður," segir Sveinn Andri.

Á öllum sínum ferli hefur Sveinn Andri aðeins einu sinni varið mann sem virtist þola gæsluvarðhaldsvistina þokkalega.

„Það var bandarískur varnaliðsmaður sem hafði hlotið þjálfun hjá sérsveit bandaríska sjóliðahersins. Fyrir hann var þetta bara tími til þess að íhuga," segir Sveinn Andri.

Hann bendir á að fyrrverandi landlæknir hafi varað við skaðsemi gæsluvarðhalds til lengri tíma. Bent hefur verið á að gæsluvarðhald geti haft alvarleg og varanleg áhrif á andlega heilsu þeirra sem sæta slíku úrræði.

„Það er hinsvegar mjög fært starfsfólk á gæsluvarðhaldsganginum á Litla Hrauni. Svo hafa fangarnir aðgang að topp læknaþjónustu," segir Sveinn Andri og því er engin sérstök hætta á ferð.

Þegar hann er spurður hvort þetta sé ekki helvíti hart fyrir venjulega menn að dúsa í gæsluvarðhaldi svarar Sveinn Andri: „Þetta er helvíti á jörðu."

Magnús og Hreiðar Már sitja á Litla Hrauni í gæsluvarðhaldi. Þeir hafa báðir kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Magnús Guðmundsson einnig handtekinn

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og núverandi forstjóri Banque Havilland, var líkt og Hreiðar már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, handtekinn í dag í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Í gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Magnús var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald en Hreiðar már í tólf daga gæsluvarðhald.

Hreiðar Már handtekinn vegna gruns um fjölmörg brot

Til grundvallar á handtöku sérstaks saksóknara í dag liggur grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti, þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks gegn hlutafélagalögum.

Hreiðar fluttur í fangaklefa

Yfirheyrslum yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings er lokið í bili en hann var á níunda tímanum í kvöld fluttur í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Eftir að Hreiðar var handtekinn í hádeginu var hann yfirheyrður í húsnæði embættis sérstaks saksóknara við Laugaveg 166.

Hreiðar Már kominn niður í Héraðsdóm Reykjavíkur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið færður fyrir dómara vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Dómarinn tók sólarhringsfrest til þess að ákveða hvort fallist yrði á kröfu sérstaks saksóknara um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má.

Hreiðar Már kominn á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, verða vistaðir á Litla Hrauni á meðan að þeir eru í gæsluvarðhaldi.

Skýrslutöku af Magnúsi lokið

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að skýrslutöku lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Magnús og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru handteknir í dag í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Hreiðar gæti átt 8 ára fangelsi yfir höfði sér

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi veðri hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um. Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Má í dag eftir skýrslutökur.

Hreiðar og Magnús báðir komnir á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, sem báðir hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald vegna meintra efnahagsbrota sem tengjast Kaupþingi, eru báðir komnir á Litla Hrauni þar sem þeir verða næstu dagana í einangrun.

Hreiðar kominn til yfirheyrslu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Annar maður handtekinn

Nú síðdegis handtók sérstakur saksóknari einn mann til viðbótar í tengslum við sömu rannsókn og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var handtekinn í dag. Hreiðar er grunaður um fjölmörg brot í starfi.

Hæstaréttarlögmaður: Gæsluvarðhald tveimur árum of seint

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segir í pistli á Pressunni.is að það séu ekki skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi yfir Hreiðar Má Sigurðssyni í lögum að hans mati. Eins og kunnug er þá tók héraðsdómi sólarhringsfrest til þess að kveða upp um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari. Úrskurðurinn ætti að liggja fyrir í hádeginu í dag.

Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns.

Ákvörðun um gæsluvarðhald i dag

Hreiðar Már Sigurðssson fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem var handtekinn í gærdag eftir yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, var aftur kallaður til yfirheyrslu í gærkvöldi, sem lauk á ellefta tímanum.

Lektor: Markaðsmisnotkun á meðal alvarlegustu brota

Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir að það komi ekki á óvart að Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafi verið handteknir á grundvelli markaðsmisnotkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×