Fótbolti

Henry búinn að semja við NY Red Bulls

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur ákveðið að færa sig um set til Bandaríkjanna og spila með New York Red Bulls næstu árin. Félagið tilkynnti það í dag.

Þessi félagaskipti hafa verið lengi í kortunum og koma því engum á óvart.

"Það er heiður að fá að spila fyrir þetta félag. Ég þekki sögu félagsins vel og mitt takmark er að hjálpa félaginu að vinna sinn fyrsta meistaratitil," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×