Enski boltinn

Beckford vill fara frá Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Beckford í leik með Leeds.
Jermaine Beckford í leik með Leeds. Nordic Photos / Getty Images

Jarmaine Beckford hefur formlega farið fram á það við forráðamenn Leeds að hann verði seldur frá félaginu nú í janúarmánuði.

Beckford hefur verið sterklega orðaður við Newcastle en talið er að Leeds hafi hafnað tveimur tilboðum í hann frá félaginu, upp á eina og 1,25 milljón punda.

Hann vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Leeds á Manchester United í ensku bikarkeppninni um helgina en Leeds leikur sem stendur í ensku C-deildinni.

Beckford skilaði þó inn beiðninni um að verða settur á sölulista þann 30. desember síðastliðnum. Hann gekk í raðir Leeds frá utandeildarliði Wealdstone árið 2006 en hann er 26 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×