Enski boltinn

Van der Vaart: Frábær dagur fyrir félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Van der Vaart.
Rafael Van der Vaart. Mynd/AP
Rafael Van der Vaart vildi ekki gera of mikið úr sigrinum á Arsenal í dag en Hollendingurinn snjalli var lykilmaðurinn á bak við 3-2 sigur Tottenham á Emirates með því að skora eitt mark og leggja hin tvö upp.

„Ég vissi að Tottenham var ekki búið að vinna marga leiki hér svo að þetta er frábær dagur fyrir félagið," sagði Rafael Van der Vaart sem jafnaði leikinn af vítapunktinum eftir að hafa fengið vítið sjálfur þegar Cesc Fabregas varði aukaspyrnu hans með hendi.

„Þetta er vissulega frábær dagur fyrir Tottenham en við fengum samt bara þrjú stig eins og fyrir hvern annan sigur. Nú þurfum við að fara að einbeita okkur að Meistaradeildinni," sagði Rafael Van der Vaart sem hefur skorað 6 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 10 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×