Enski boltinn

Capello ætlar að nota Rooney einan frammi

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Enska landsliðið hefur verið að æfa leikkerfið 4-5-1 með Wayne Rooney einan á toppnum en landsliðið er við æfingabúðir í Ástralíu um þessar mundir að undirbúa sig fyrir átökin á HM. Fabio Capello, þjálfara enska landsliðsins, hefur ekki litist nægilega vel á þá félaga Emile Heskey og Peter Crouch sem gerir það að verkum að Rooney er einn í framlínunni. Fyrir aftan Rooney verða svo Steven Gerrard, Aaron Lennon og Theo Walcott. James Milner spilar líklega við hlið Frank Lampard á miðjunni þar sem Gareth Barry er enn að jafna sig á meiðslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×