Enski boltinn

Ancelotti hefur trú á Sturridge

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tvö mörk frá Daniel Sturridge í dag glöddu stjórann, Carlo Ancelotti, mikið enda þarf Sturridge að fylla skarð Didier Drogba næstu vikurnar.

„Sturridge spilaði virkilega vel og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í góðu standi, sérstaklega þar sem Anelka er enn á hliðarlínunni vegna meiðsla," sagði Ancelotti eftir 5-0 sigurinn á Watford.

„Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann átti skilið að skora þessi mörk. Hann spilaði virkilega vel allan leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×