Enski boltinn

Arteta má ekki spila fyrir England

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Arteta spilar með Everton.
Arteta spilar með Everton. AFP
Mikel Arteta má væntanlega ekki spila fyrir enska landsliðið. Mikil umræða hefur verið uppi á Englandi um að Spánverjinn yrði valinn í enska landsliðið þegar hann hefur búið í fimm ár í landinu.

Hann hefur sjálfur viðurkennt að hann myndi íhuga það alvarlega kæmi sú staða upp.

En enska knattspyrnusambandið benti á vel falda reglugerð um að leikmaður sem spilar fyrir land sitt á hvaða aldri sem er geti ekki spilað fyrir annað land síðar.

Arteta lék með landsliði Spánar fyrir mörgum árum, á Evrópumóti U16 ára liða og HM U17 ára liða.

"Reglurnar segja að hann megi ekki spila fyrir England," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×