Andy Carroll, sóknarmaður Newcastle, er á óskalista Arsenal. Arsene Wenger hefur víst fylgst lengi með leikmanninum og sýndi honum áhuga löngu áður en hann skoraði þrennuna gegn Aston Villa fyrir viku.
Samkvæmt heimildum enskra dagblaða ætlar Wenger að keyra af krafti í það í janúar að reyna að klófesta Carroll sem hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils.