Fótbolti

Hægt að veðja á hvort Henry skori með hendi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er veðjað á ýmislegt í Bandaríkjunum og nú þegar er hægt að veðja á ýmsa hluti tengda fyrsta leik Thierry Henry með NY Red Bulls.

Sá leikur verður vináttuleikur gegn Tottenham Hotspur þann 22. júlí.

Veðmangarar gefa líkurnar 7/4 á því að hann skori í fyrsta leiknum en áhugaverðasti hluturinn til að veðja á er hvort hann skori með hendinni. Veðmangarar gefa líkurnar 40/1 á það.

Henry má ekki búast við miklum stuðning í vetur frá þeim fjölda Íra sem búa í New York eftir að hann eyðilagði HM-draum þeirra með því að leggja upp mark með hendinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×